28.1.2025 | 10:23
manifesto
hæ vinir<3
eins og þið hafið eflaust séð.... og heyrt... þá finnst mér stjörnuspeki ótrúlega mögnuð! þetta er alveg hreint stórfenglegt tól til að skilja okkur sjálf betur. sem og fólkið í kringum okkur. og heiminn allan. stjörnuspekin er alls staðar. erkitýpur merkjanna tólf eru alls staðar í kringum okkur. í öllu. ég dýrka þetta dæmi. stjörnuspekin er mér allt. líður eins og ég sé að fá knús á öllum stundum frá stjörnuspeki. ég elska þetta.
allavega
þetta er ekki einungis ástaróður til stjörnuspekinnar. ég vil deila með ykkur hugmyndum mínum um stjörnuspeki. þ.e. hvernig ég vil nýta hana. hvers vegna er ég svona heilluð að þessu? hver eru mín gildi í tengslum við stjörnuspekina? það skal ég svo sannarlega segja ykkur!
fyrir hvað stendur astrólafía?
astrólafía stendur fyrst og fremst fyrir frelsi!!!!! ég vil persónulega vera frjáls (vatnsberi lol) til að lifa mínu lífi nákvæmlega eins og mig langar. þegar ég fór á stjörnuspeki ráðstefnu 2024 þá komst ég í snertingu við alsæluna sem því fylgir að ég lifi mínu lífi - fyrir mig! og vááhvað ég vona að öll geti fundið sömu tilfinningu!
það sem gefur astrólafíu tilgang/merkingu er annað fólk. það sem gefur mér tilgang er að hjálpa öðrum að finna sinn tilgang. að veita öðrum hugrekki og frelsi til þess að elta sína drauma og nýta sitt stjörnukort til að fá sem mest út úr lífinu.
ég vil fyrst og fremst nýta stjörnuspekina sem tól til að hjálpa fólki að skilja sig og skilja aðra. stjörnuspeki gefur einstaklingnum leyfi til að vera eins og hann er. ég vil hjálpa fólki að finna hvað það vill nýta sína orku í. hjálpa fólki að finna sína sérstöðu, hvað er það sem gerir hvern og einn einstakann. og hvernig getum við notað það til að skapa það líf sem við þráum.
mig dreymir um heim þar sem allir fá frelsi til þess að vera eins og þau eru. fjölbreytileikinn er ríkjandi. því við erum öll einstök. það er bókstaflega enginn eins. og það er svo frábært!!! þegar við skiljum hvað það er sem drífur okkur áfram og gefum okkur frelsi til að heiðra það. þá fylgir því oft aukið umburðarlindi fyrir náunganum.
astrólafía stendur fyrir ástríðu, frelsi og hugrekki! (ef ég ætti að velja þrjú gildisorð fyrir astrólafíu þá væru það þessi þrjú)
hvað vill astrólafía skilja eftir?
það sem ég vil að astrólafía skilji eftir er að enn fleiri en áður eru að gera sitt! að fólk skilji sjálft sig betur og gefi sér leyfi til að lifa sínu lífi. og veiti þannig öðrum rými til þess sama.
fyrst og fremst vil ég skilja eftir hamingjusamara fólk. með heilbrigð tól til að takast á við lífið eins og þeim hentar best.
arfleiðin sem ég vil skilja eftir er að stjörnuspekin verði rædd á íslensku á íslandi. við eigum ótrúlega fallegt tungumál sem er sífellt að þróast og ég vil gera allt í mínu valdi til að viðhalda íslensku tungunni eins lengi og hægt er. ég vil einnig að fleiri læri stjörnuspeki á íslensku svo ég geti rætt stjörnuspeki á íslensku! plís allir að læra þetta er svo gaman ég gæti grátið.
ég vil skilja eftir mig enn stærri hóp af fólki sem skilur að ekkert eitt merki er betra en annað. stjörnumerkin tólf eru öll með mismunandi markmið og áherslur. þegar við skiljum það þá skiljum við fegurðina í því að fólk sé að gera sitt.
ég vil gefa fólki hugrekki til að lifa lífinu sem þeim dreymir um. hugrekki til að standa upp úr hópnum og fylgja sínu. ekki fylgja bara því sem samfélagið segir þér. það að þora og dirfast til að setja sig fyrst!
astrólafía vill skilja eftir sig heilan heim af fólki sem lifir lífinu sínu!!! að lifa lífinu með tilgangi. lifa ekki heilalaust. lifa í líkamanum, í núinu. lifa þessu gaddem lífi. þetta lifir sig ekki sjálft!!!!!!!
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bloggar | Breytt 12.2.2025 kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2025 | 16:47
stjörnuspeki ársins 2025
halló halló halló elsku vinir!
gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!
astrólafía ætlar svo sannarlega að vera duglegri að blogga á þessu ári! það er voðalega spennandi!!! kannski prófa ég að hafa annað þema á blogginu svo það sé auðveldara að lesa.... sjáum til.... (skiljið kannski eftir skiló í gestabókinni um álit á þemanu)
en ég ætla að renna svona í grófum dráttum yfir stjörnuspeki ársins 2025. endurtek, í grófum dráttum... og ég vil líka segja það fyrir fram, að þetta er ekki persónulegt. hvet ykkur eindregið til þess að skoða hvar allt fellur í ykkar kortum til þess að skilja hvernig þetta getur haft áhrif á ykkar persónulega líf en hér er ég bara að tala voða almennt um allt.
ókei byrjum aðeins á því að rifja upp 2024.
plútó í vatnsbera
20. nóvember 2024 - 9. mars 2044
það stærsta stjörnuspekilega sem átti sér stað var að plútó færði sig yfir í vatnsbera! þvílík tímamót! plútó er (eins og við vitum) lengst í burtu! og er 248 ár að klára heilan hring í stjörnumerkjunum 12. og nú mun plútó vera í vatnsbera næstu 20 árin, eða þar til 2044.
plútó snýst um völd. allt sem er hulið kemur upp á yfirborðið með plútó. markmið plútó er að sýna okkur að það sem við höldum að hafi völd yfir okkur hefur ekki völdin í raun og veru.
vatnsberinn snýst um frelsi. vatnsberinn er frekar fyndið merki, hann vill frelsi og vill vera einstakur en á sama tíma er hann líka merki hópa og samfélagsins. úú já tek það fram að nú er ég ekki að segja að allir vatnsberar séu svona. ég er að tala um erkitýpu vatnsberans.
plútó í vatnsbera boðar miklar breytingar. seinast þegar plútó var í vatnsbera þá var t.d. franska byltingin... og bandaríska byltingin... og iðnbyltingin.
allt það sem er falið í tengslum við mannréttindi og hver er raunverulega með völdin kemur nú upp á yfirborðið. sem heild erum við að fá svolítið ógeð af yfirvaldinu....
plútó í vatnsbera táknar einnig tækniþróun og breytingar í þeim efnum. þetta gæti falið í sér miklar framfarir og tækninýjungar. ég held líka (persónuleg spá) að við munum fá ógeð af símunum. og breyta því hvernig við notum internetið. við upplifum mörg mikið stjórnleysi og valdaleysi í tengslum við símana. eins og við stjórnum því ekki hvað við erum háð símunum. þetta er náttúrulega bókstafleg fíkn. og plútó sýnir okkur alltaf hvað við höldum að hafi vald yfir okkur. en það erum við sem stjórnum.... amk ennþá... kannski taka vélmennin yfir. nei djók. en hvað veit ég. (ekki taka mig á orðinu með vélmennin)(þetta er ekki hræðsluáróður)(eða á amk ekki að vera það)
suðurnóða yfir í meyju, norðurnóða yfir í fiska
12. janúar 2025 - 12. júlí 2026
nóðurnar í stjörnuspeki eru ótrúlega áhugaverðar. þær eru andstæðir punktar á þeim stað sem tunglið fer yfir sólbauginn á ferð sinni í kringum jörðina. nóðurnar ferðast alltaf aftur á bak. eru því að fara úr hrút yfir í fiska. og úr vog yfir í meyju. þær eru í eitt og hálft ár í hverju merki. nóðurnar stjórna því til dæmis í hvaða merkjum við erum með sól- og tunglmyrkva. myrkvarnir eiga sér stað þegar tunglið er nálægt nóðunum. flestir myrkvarnir eru í meyju/fiskum núna en líka í hrút, ljóni og vatnsbera.
suðurnóðan táknar eitthvað gamalt sem er okkur kunnugt. hún táknar óleyst mál úr fortíðinni. ókláruð og/eða skaðleg.
norðurnóðan táknar nýja orku. hún getur reynst okkur ókunnug, framandi og jafnvel óþægileg. við þurfum að komast í gegnum óþægindin og byggja upp þessa nýju orku.
þegar okkur tekst að vinna með orku norðurnóðunnar þá fer vog nóðanna að jafnast út. þá eigum við auðveldara með að nýta okkur jákvæðu hliðar suðurnóðunnar.
suðurnóðan fer yfir í meyju - norðurnóðan í fiska.
bæði meyjan og fiskarnir tengjast heilnæmni. á mjög mismunandi máta. meyjan nálgast það með nákvæmni, skipulagi og með því að hjálpa á praktískan máta. fiskarnir nálgast það með því að sleppa tökum, sýna samkennd og andlega viðleitni.
norðurnóðan táknar hvert við stefnum, það er því verið að hvetja okkur til þess að vinna meira með orku fiskanna. að sleppa tökum á því sem við höfum ekki völd á. það er ekki allt í okkar höndum. orkan vill kenna okkur að sleppa tökum. opna okkur fyrir innsæinu. fyrir anda(spirit), öllu því sem við getum ekki endilega útskýrt með vísindum og rökum. orkan hvetur okkur til að opna okkur fyrir því að við erum öll partur af sameiginlegri heild. og við erum öll partur af öllu.
noðurnóðan hvetur okkur til þess að tileinka okkur þetta, svo við getum jafnað út orku suðurnóðunnar í meyju. suðurnóðan í meyju táknar það að nú sé tími til að sleppa tökum á hugmyndum um fullkomnun. óþarfa sjálfsgagnrýni má fokka sér!!! þetta tengist inn á öll svið. en sérstaklega í tengslum við vinnu og líkama, meyjan er mjög tengd því báðu.
en já okei til að klára þetta. næstu 18 mánuðina þá er verið að hvetja okkur til að sleppa tökum á fullkomnunarþörf. á öllum sviðum! sól- og tunglmyrkvarnir munu ljóma þetta enn betur fyrir okkur, og þá sjáum við þetta á persónulegra leveli. og að opna okkur fyrir öllu því sem er ekki áþreifanlegt. draumar, innsæi og trú til dæmis. opna okkur fyrir því að ráða ekki för..
neptúnus yfir í hrút
30. mars (til lok feb (28. feb) 2039)(neptúnus gengur aftur 22. okt)(endar árið í fiskum aftur)
neptúnus er í 14 ár í hverju merki. 165 ár að fara heilan hring um sólina (og í gegnum merki dýrahringsins). neptúnus fer yfir í hrút 30. mars, gengur svo aftur 22. október og endar árið aftur í fiskunum. en neptúnus er samt farinn að dýfa tánum yfir í hrútinn. þó hann sé ekki kominn til að vera alveg strax!
neptúnus er plánetan sem stjórnar fiskunum. neptúnus er utan marka rökfræðinnar og jarðneskrar túlkunar. neptúnus skilur hina djúpu tengingu við alheiminn og er tengdur öllu sem er. allt sem við köllum óraunverulegt er fyrir neptúnusi jafn raunverulegt og allt sem við getum snert. það getur verið erfitt fyrir okkur mennina að skilja neptúnus því neptúnus skilur jörðina ekkert alltof vel sjálfur.
neptúnus fer út fyrir svið þess hugræna og áþreifanlega.
neptúnus í hrúti er að byrja eitthvað nýtt! hrúturinn er fyrsta merki dýrahringsins og snýst um að hefja eitthvað. hrútnum fylgir mikill eldmóður, hann fer af stað án þess að hugsa hlutina alveg í gegn. þetta er allt í tengslum við drauma, innsæi, fantasíur.
hrúturinn og fiskarnir eru ótrúlega ólík merki og verður þetta eflaust tími mikilla breytinga. þetta gæti allt verið frekar ruglingslegt. shit ég er að verða ringluð að reyna að skrifa um þetta.
ókei sko! neptúnus eru draumar, innsæi, innblástur, fantasíur, stórvægileg listaverk. hrúturinn snýst um að láta hluti gerast. hrúturinn stendur fyrir hugrekki, sjálfstæði og innblæstri. hann vill koma hlutum af stað. er ekkert endilega mikið í því að klára dæmið.
neptúnus í hrút mun líklegast bera í skauti sér nýjar leiðir til að horfa á hlutina. nýir draumar og hugsjónir um hvernig heim við viljum skapa. hugrekki hrútsins gæti hvatt okkur til þess að þora að dreyma! þora að treysta. þora að byrja að skapa heiminn sem við viljum skapa.
þora að berjast fyrir því sem við trúum á.
(ég get, ætla og skal skrifa heilt blogg um þetta!)
satúrnus fer líka yfir í hrút!!!
25. maí 2025 - 1. september 2025 (og svo aftur á næsta ári)
satúrnus fer tiltölulega frekar hægt í gegnum merkin. hann er u.þ.b. 29.5 ár að klára heilan hring. og dvelur í hverju merki í sirka 2.5 ár.
satúrnus snýst um aga, ábyrgð og að ná fullkomnum tökum á einhverju. satúrnus tekur tíma, veit að góðir hlutir gerast hææææægt og er tilbúinn að vinna fyrir hlutunum. eða láta okkur vinna fyrir hlutunum hahaha. en svo er satúrnus að fara yfir í hrút. hrúturinn er hvatvís, hugrakkur og fullur af eldmóði.
satúrnus fylgir neptúnusi yfir í hrútinn!! þetta er huge! þetta er svo áhugavert... mér finnst svoldið krúttlegt að neptúnus og satúrnus eru að leiðast yfir úr fiskum og yfir í hrútinn.
þessar plánetur eru gjörólíkar. sjá raunveruleikann á mjög mismunandi hátt.
satúrnus segir að neptúnus sé fastur í ídealisma.
neptúnus segir að satúrnus sé fastur í efnishyggju.
það sem tengir þessar plánetur saman er að þær hafa engan tíma í þarfir egósins. þær eru sammála um að það er eitthvað æðra en egóið. neptúnus trúir á æðri mátt, æðri skipan. satúrnus trúir á kerfisbundar reglur, karmíska skipan.
á þessum tíma erum við að taka ábyrgð á draumum okkar. sem heild. í sameiningu. að taka ábyrgð á því að láta hlutina gerast. ég fæ svoldið uppreisnarvibe, lýg því ekki. hlutir sem við héldum að myndu aldrei breytast gætu breyst... smá eins og klettur og sjórinn. í fyrstu myndi maður halda að steinninn væri sterkari, að hann sé fyrirstaða og sjórinn kemst ekki framhjá. en með tímanum þá veðrar sjórinn steininn. það sem við héldum að væri sterkt og myndi endast að eilífu er nú að veðrast. hlutir fara að falla í sundur og við förum að sjá í gegnum sprungurnar. við treystum ekki lengur því sem við treystum áður. (þetta er neptúnus að fara úr fiskum stemning)
við gætum samt líka verið of fljót til þess að treysta einhverju nýju. að taka því fyrsta sem okkur býst í staðin fyrir það gamla t.d.... það er hvatvísi hrútsins.
ég er amk mjög forvitin að vita hvernig þetta mun birtast okkur! í kringum 25. maí (þegar satúrnus fer yfir) og svo 31. júli (þá eru þær á nákvæmlegu sömu gráðu).. (sorry ég nenni ekki að skrifa meira)(þetta er hvort sem er bara í grófum dráttum)(er að stikla á mjög stóru)...
úranus fer yfir í tvíbura
7. júlí - 8. nóvember 2025 (fer aftur í naut 8. nóv)(en er svo í tvíbura frá 2026 til 2033)
úranus elskaaaar breytingar. hann er stjórnandi vatnsberans. úranus þráir frelsi, þróun og vill fá að vera einstakur. úranus þorir að vera öðruvísi, vill hrista upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt.
úranus í tvíbura boðar nýjar leiðir tjáningar. tvíburinn er merki sem snýst um samskipti. tvíburinn er forvitinn, elskar að læra og prófa nýja hluti. úranus í tvíbura vill vita hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru.... og hann vill líklegast fá að prófa eitthvað nýtt.
prófa nýjar leiðir til nota tækni, nýjar leiðir til samskipta, nýjar leiðir til að kenna og til að læra. þessi tími gæti orðið svoldið ruglingslegur,,, tími þar sem við erum öll svoldið að finna út úr því hvað við viljum gera og hvernig við viljum vera í nýja heiminum sem er að birtast okkur.
júpíter fer yfir í krabbann 10. júní
júpíter er 12 ár heilan hring. og breytir um merki á hverju ári. þetta er því ekkert sérlega merkilegt þaaannig séð. ekki miðað við allt hitt. allar kynslóðapláneturnar eru að skipta um merki.
en júpíter stækkar allt sem hann snertir. í krabba þá stækkar hann þörf okkar til að tilheyra. markmið krabbans er að rækta tilfinningalegt öryggi. það gerir hann helst í gegnum fjölskyldu, heimili og móðurímyndina.
á þessum tíma er júpíter að stækka tilfinningar okkar. júpíter stækkar allt, pælir ekkert í því hvort það sé ´gott´ eða ´slæmt´. við gætum upplifað að ímyndunarafl okkar og innsæi sé sterkara á þessum tíma. við gætum líka tekið öllu persónulega og verið mun viðkvæmari en við erum vanalega. aukin þörf til að vernda fólkið okkar og gæludýr.
ókei ætla ekki að segja meira. ég er fokk til í þetta!
út með þetta gamla og inn með nýtt og fallegt<3 ég vona að á þessu ári og næstu árin munum við finna betur út úr því hvernig við viljum hafa hlutina svo við getum sem flest haft það bara frekar gott. ég held reyndar... (persónulega) að það muni allt fara í meira fokk áður en okkur tekst að finna jafnvægi í þessu:) ég held að allt fari í steik og þá fáum við okkur loksins fullsadda af öllu valdabrjálæðinu :)
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bloggar | Breytt 19.2.2025 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)