27.3.2025 | 10:40
nýtt tungl í hrúti (og sólmyrkvi) - 29. mars
hæ vinir
29. mars 2025, klukkan 10:58, er tunglið nýtt í 9° 00´ hrúti. og þá er líka sólmyrkvi!
(deildarmyrkvi sem verður sjáanlegur á íslandi!)(ef veður leyfir)(frá svona 10:00-12:00 29. mars)
hrúturinn!
hrúturinn er hvatvíst merki. hann er fyrstur og snýst þetta nýja tungl því mikið um nýtt uppphaf!!!!!!! FOK K JÁÁÁ´ÁÁ´ég er svoooooooooooooooooo til í það omggggg. nei þið mynduð ekki trúa hvað ég er ótrúlega spennt fyrir því.
ahahahahhaha
hrúturinn er að hvetja okkur til að taka á skarið. hefjast handa. ef það er eitthvað sem hrúturinn veit þá er það ef enginn gerir neitt þá gerist ekkert.
upp á sitt besta er hrúturinn djarfur og þorinn. hann vill lifa sínu lífi fyrir sig. við heiðrum orku hrútsins þegar við þorum að stíga út í heiminn sem VIÐ. hrúturinn þarf áskoranir. hann fer út í hið óþekkta til að ögra sér. vill vita hvað hann kemst langt. vill vita að hann getur gert hvað sem er.
skuggahlið hrútsins er óþolinmæði og reiði... að vera ófær um að taka ábyrgð á gjörðum sínum og heltekin af eigin sjónarhorni. til að jafna út þessa orku lítum við til vogarinnar. sem hjálpar okkur að finna samkennd og íhuga hvernig gjörðir okkar hafa áhrif á aðra.
nýtt tungl í hrúti
þetta er tími nýrra upphafa og hrúturinn er mjög hvatvís! hins vegar þá er afturgöngu-orka venusar og merkúríusar að hvetja okkur til að flýta okkur hægt. ég myndi nú alls ekki fara að hræðast ný upphöf..... en það þarf ekki heldur að flýta sér. bara segja.
hrúturinn verndar og vill vera hetja. þá setur hann hornin fyrir framan sig og hleypur af stað. upp á sitt besta hefur hrúturinn eitthvað til að vernda. hann þarf að finna eitthvað til að tileinka sér. koma eldinum frá sér. annars mun hann bara vernda egóið..... og þá mun hann svo innilega vernda það, passa að EKKERT komist að.
nýja tunglið í hrúti er að hvetja okkur til að vera djörf og þorin. hvaða (meðvituðu) áhættu getum við tekið núna? hvar þráum við áskoranir. (gott að skoða í hvaða húsi nýja tunglið lendir)(skal útskýra það betur)(einn daginn)
sólmyrkvi!
ok sko sólmyrkvinn er bara að hvetja til nýs upphafs. þessi myrkvi er tengdur norðurnóðunni og hvetur orkan okkur til að vera opin fyrir nýju upphafi. að hleypa nýrri orku inn. orku sem við höfum ekki fundið áður. þessi myrkvi er líka virkur og tengdur sjálfinu.
tunglmyrkvinn (og fulla tunglið í meyju) hvatti okkur til að sleppa tökum á smáatriðum, of mikilli vinnu og yfirþyrmandi gagnrýni.
orkan hvetur okkur til að nýta okkur hvatvísi hrútsins, að taka á skarið án þess að vera með öll smáatriðin á hreinu. öll erum við mannleg og öll gerum við mistök, sama hvað við reynum. fleira veit sá er fleira reynir!!! FRR
gætum gert nýjar breytingar í tengslum við hvernig við komum fram sem við sjálf. finnum nýja leiðir til að fá útrás. eða eitthvað í þeim dúr. kannski förum við að æfa eitthvað nýtt. kannski hættum við loksins að fela okkur. við sættum okkur við að vera ekki fullkominn. við erum nefnilega öll mannleg. það á það til að gleymast!!!!!! við gerum öll mistök. lífið snýst um að gera mistök og læra af þeim!!
þessi sólmyrkvi hvetur okkur til þess að hætta að ofhugsa!!!!!
veit að persónulega finn ég strax hvatningu til að rífa mig svoldið í gang. borða betri mat til að hafa meiri orku. og ég er með plön að breyta hvernig ég birtist á netinu..... bara dæmi.... það er nefnilega alls ekkert ólíklegt að við finnum þessa orku þó svo að það eru enn nokkrir dagar í nýja tunglið og sólmyrkvann.
bæði því orka nýs/fulls tungls finnst oft 3 dögum fyrir og eftir. ooog því við erum búin að vera í þessari blessuðu myrkvatíð í svoldinn tíma. en bráðum klárast hún gullin mín. og þá rísum við úr öskunni.
vangaveltur nýja tunglsins!
hvaða meðvituðu áhættu get ég tekið núna?
hvað vil ég gera?
hvar þrái ég áskorun?
hvað vil ég prófa nýtt? hvað hef ég ekki þorað að gera en þrái gera???????
hvort ætla ég að sjá eftir því að hafa ekki prófað eða sjá eftir því að prófa?
hvaða hræðsla hefur verið að halda aftur af mér?
hvernig get ég sleppt tökum á þeirri hræðslu?
hverju vil ég berjast fyrir?
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bloggar | Breytt 28.3.2025 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2025 | 10:07
tunglmyrkvi og fullt tungl í meyju - 14. mars
hæ vinir!
14. mars 2025, klukkan 6:55, er tunglið fullt í 23° 56´ meyju. og þá er líka tunglmyrkvi!
þegar tunglið er fullt þá sjáum við markmið okkar í fullu ljósi.
tunglmyrkvar hvetja okkur til að sleppa tökum á fortíðinni.
fulla tunglið er miðpunktur tunglmánaðarins. þá er tunglið í fullum ljóma og oft sjáum við allt skýrt, allt sem hefur gengið vel og það sem mætti betur fara. tunglið hefur náð fullum ljóma og byrjar nú að dvína. þá hefst ferli sem snýr að því að sleppa tökum þar til tunglið
verður nýtt að nýju.
nýja tunglið í fiskum setti tóninn fyrir mánuðinn. hvatti okkur til að treysta! treysta á eitthvað þó við sjáum það ekki. að rækta tengsl okkar við innsæi og allt það sem við getum ekki snert.
meyjan
meyjan vill lifa samkvæmt sjálfri sér. hún er hreinskilin og falslaus. upp á sitt besta er meyjan ávallt tilbúin að líta í eigin barm og gera betur.
meyjan hefur djúpan skilning á gildum sínum. þegar heimurinn í kring er í óreiðu og verður yfirþyrmandi þá getur meyjan leitað inn á við. hún lærir að treysta á sjálfa sig. hún hefur innri sannleik sem hún getur stólað á.
meyjan hefur gott auga fyrir smáatriðum. upp á sitt besta þá er hún fær um að sjá hluti sem aðrir taka ekki alltaf eftir og getur þannig bent á hvað má gera betur.
þessi hæfileiki til að skoða allt niður í kjölinn getur einnig orðið meyjunni að falli. hún getur orðið heltekin af þrá eftir fullkomnun, aldrei sátt við niðurstöðurnar.
fullt tungl í meyju
munum fyrst að nýja tunglið í fiskum hvatti okkur til að sleppa tökum og treysta á innri sannfæringu. fylgja draumum okkar og hjartanu.
nú er fulla tunglið í meyju mætt til að jarðtengja okkur aðeins aftur..... meyjan hvetur okkur til að gleyma okkur ekki í draumum okkar. en líka til að taka raunveruleg skref í átt að draumum okkar. meyjan vill búa til rútinu, daglega vinnu sem kemur okkur nær markmiðum okkar. meyjan vill alltaf bæta sig. hún vill alltaf gera betur og leitar að fullkomnun...
það er ekkert til sem er fullkomið... gleymum því ekki.
meyjan vill líka að við séum trú okkar gildum. eru draumar okkar okkar draumar?
fulla tunglið í meyju hvetur okkur til að taka draumum okkar alvarlega. þetta er líka góður tími til að endurskilgreina hvaða markmið þú hefur. hver viltu að loka-útkoman sé? því það er alltaf einhver útkoma. þú mátt ákveða hvað það er fyrir þig! það þarf ekki að vera það sem samfélagið segir þér að það eigi að vera. þú þarft ekki að kaupa íbúð, giftast og eignast börn ef það er ekki það sem þú vilt í raun og veru.
tími til að sleppa tökum á fullkomnun! við þurfum ekki að vita hvert einasta skref sem við munum taka til að láta drauma okkar rætast. við þurfum bara að taka fyrsta skrefið. ef við getum sleppt tökum á því hvernig við viljum að hlutirnir gerist þá náum við að njóta þess þegar lífið kemur okkur á óvart.
tunglmyrkvi!!
ókei sko myrkvarnir eru mjög merkilegir. en þeir eru mun persónulegri en margur myndi halda. það er happ og glapp hvort að maður upplifi sólmyrkva/tunglmyrkva persónulega. það fer eftir því hvort myrkvarnir eru að hafa einhver áhrif á kort okkar.
sama hvort þessi tunglmyrkvi muni hafa gríðarleg áhrif á okkar persónulega líf eða ekki... þá gerir tunglmyrkvinn fulla tunglið dramatískara...
þessi tunglmyrkvi er tækifæri til þess að sleppa tökum á smáatriðum, of mikilli vinnu og yfirþyrmandi gagnrýni.
nú er tími til að sleppa tökum á gömlum venjum sem virka ekki lengur. fullkomið að losa sig við úreltar rútínur og skipulag sem hentar ekki. sleppa tökum á því hver útkoman verður. finna jafnvægi á milli drauma og daglegra athafna. fantasíu og praktík.
tunglmyrkvinn hvetur okkur til að sleppa tökum á fullkomnun á meðan við erum að skapa okkar rútínu í tengslum við að tengjast öllu sem er.....
vangaveltur fulla tunglsins
hvar þarf ég að sleppa tökum?
hverju er ég að reyna að stjórna?
hvað er raunverulega ekki í minni stjórn?
er ég með óraunhæfar væntingar til mín? en til annarra?
hvernig get ég leyft lífinu að flæða?
er ég að lifa samkvæmt mínum gildum??????
hvernig get ég fundið jafnvægi á milli drauma og raunveruleika?
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bloggar | Breytt 27.3.2025 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2025 | 12:07
venus gengur aftur (1. mars - 14. apríl 2025)
jæja vinir!
þá hefur venus hafið eftirgöngu sína! eða hóf hana reyndar 1. mars. og klárar 14. apríl.
ég sé afturgöngur plánetanna sem stöðufundi. plánetan boðar okkur á fund og fer yfir líðandi stundir. en hvað vill venus taka fyrir á þessum fundi?
smá almennt um venus áður en lengra er haldið
venus er í 14 mánuði að klára heilan hring. hún gengur aftur einu sinni á 18 mánaða fresti. í sirka 40 daga.
venus er pláneta ástar. venus er pláneta sambanda, öryggis, tengsla, þæginda og friðar. hún vill samræma.
venus stjórnar bæði voginni og nautinu.
nauta-hlið venusar snýst um persónuleg gildi. það er sá partur af okkur sem vill vernda sig og sitt til að geta lifað sjálfbæru lífi. vill geta gert hlutina sjálft. nautið vill líka njóta. slappa af og njóta. njóta matar, lykta, snertingar, listar, ástar.
vogar-hlið venusar er ræktari sambanda. það er sá partur af okkur sem þiggur og tekur á móti. hlustar á aðrar hliðar. venus segir okkur því einnig hverju við löðumst að - og afhverju. hvernig við sameinumst öðrum í samböndum og hverju við búumst við á móti.
aðalorð venusar eru: ást, öryggi, fegurð, jafnvægi.
venus í hrúti (frá 4. feb)
venus í hrúti hefur orku þess að vita hvað hún vill. hún (venus) veit hvað henni þykir fallegt, hvað hún vill borða, hvernig hún vill hafa rýmið sitt skreytt og hvernig sambönd henni langar í.
venus í hrúti snýst að miklu leiti um sjálfs-ást og það að vera fjárhagslega sjálfbjarga.
það er gott að hafa á bakvið eyrað að orka venusar í hrúti getur líka verið smááá eigingjörn. ef þú ætlar þér að fá það sem þú vilt sama hvað.... það gæti verið óvinsælt.... allt gott í hófi fattiði.
þá sérstaklega í samböndum. þú veist kannski nákvæmlega hvernig sambönd þú vilt. hvernig þú vilt að maki þinn sé. eða vinir. en þú getur ekki ráðið öllu í samböndum þínum. það er bókstaflega ekki hægt að vera einn í sambandi. fattiði hvað ég meina. auðvitað er gott að vita hvað þú vilt og vilt ekki. en hafið á bakvið eyrað hvernig þið komið því til skila. og ert þú á þeim stað að geta gefið öðrum það sem þú vilt fá frá þeim?
venus að ganga aftur (í hrúti)(1. mars)
þegar venus gengur aftur. þá er venus að boða þig á stöðufund. venus hefur afturgöngu sína í hrúti. þá er líkt og venus sé að bjóða þér á fund til að skoða stöðu mála. hvað er það sem þú vilt. hvernig sambönd eru það sem þú vilt skapa og vera partur af? hvernig viltu hafa rýmið í kringum þig? hvernig viltu haga fjármálum þínum?
allt eru spurningar sem gætu komið upp á stöðufundi venusar í hrúti. afturgöngur hvetja okkur til að horfa til baka og skoða hvað við höfum lært, hvað hefur gengið vel og hvað viljum við bæta þegar áfram er haldið.
venus fer aftur yfir í fiska (27. mars)
nú breytist stemningin örlítið. þegar venus færir sig úr hrúti og aftur yfir í fiska þá koma upp fleiri spurningar á stöðufundinum. nú er orkan meira tengd fyrirgefningu, samkennd og uppgjöf.
venus er að fara aftur á þann stað sem hún var í lok janúar. er eitthvað sem átti sér stað frá 27. jan - 4. feb sem þú þarft að endurskoða? sérstakur atburður sem þú vilt sleppa tökum á? mögulega samtal sem þú myndir tækla öðruvísi í dag?
það getur verið ýmislegt. og kannski er ekkert sérstakt sem átti sér stað á þessum dögum. en var hugur þinn við eitthvað ákveðið þarna? reyndu að rifja það upp. það gæti gefið þér mikla innsýn í það hvað þessi stöðufundur snýst um.
afturganga venusar í fiska hvetur okkur til að sleppa tökum á því gamla. hvort sem það eru gömul sambönd, gamlar hugmyndir, gamlir ávanar. við fáum annað tækifæri til að horfast í augu við það og sleppa því endanlega. það getur verið mjög krefjandi.
venus snýr fram á ný (14. apríl)
þegar venus snýr fram á ný þá er fundi slitið. hér færð þú tækifæri til að nýta það sem þú lærðir á stöðufundinum eins og þú kýst. til dæmis með því að sleppa tökum á einhverju gömlu. eða fyrirgefa þér/aðstæðum fyrir að fara ekki eins og þú hefðir kosið. og loks að halda áfram!
venus fer í hrút (1. maí)
ef við náðum að nýta okkur orku afturgöngunnar til að sleppa tökum þá er venus í hrút frábær tími til að gera það sem þú vilt! það er ekki ólíklegt að þú sért með enn skýrari markmið, gildi og í meira jafnvægi núna en í byrjun febrúar (þegar venus fór yfir í hrút fyrr á árinu). ég segi bara fulla ferð áfram. fylgdu þínu hjarta!!!!!
(en höfum annað fólk samt alveg á bakvið eyrað muniði)(mikilvægt að finna jafnvægi í ég, um mig, frá mér, til mín...)(fattiði)
afturgöngu venus
ég myndi ekki láta mér bregða ef á þessum tíma þá ertu að hugsa um fyrrverandi. hvort sem það er fyrrverandi maki eða fyrrum vinir. eða bæði.
venus hvetur okkur til að líta til baka. skoða sambönd okkar. hvað höfum við lært. ef við erum að hugsa extra mikið um einhvern sérstakan þá er gott að skoða hvað það er. hvað gekk vel þar? hvað gekk illa? hvers vegna endaði það? myndirðu tækla þetta samband öðruvísi með þá visku sem þú hefur nú?
þú þarft btw alls ekki að vilja tala aftur við viðkomandi! það er ekki alltaf partur af þessu. stundum er nóg að átta sig á því hvað ákveðin sambönd voru að kenna okkur. ef þetta er samband sem þú villt ekki endurtaka - ertu búin að læra það sem þú þurftir að læra?
svo gætirðu fundið fyrir löngun til að heyra aftur í fyrrverandi. eða fyrrverandi heyrir í þér. nú get ég alls ekki sagt þér hvað þú átt að gera. kannski viltu prófa aftur. kannski ekki. kannski er eitthvað óklárað. kannski ertu alveg búin að loka. ég veit ekki. þú verður að finna það hjá þér.
ef ég ætti að gefa þér ráð... þá myndi ég ekkert vera að flýta mér. sérstaklega ef það ert þú sem vilt senda skilaboðin. sofðu á því. skrifaðu um það. skrifaðu skilaboðin niður og geymdu þau aðeins. það liggur oftast ekkert á. ég myndi amk sofa á þessu eina nótt.
gott að nýta orkuna frekar í að skoða hvað það er sem þú raunverulega vilt í sambandi. hvort þú raunverulega viljir fyrrverandi t.d.... hlutirnir enda sjaldan að ástæðulausu.
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)