tunglmyrkvi og fullt tungl í meyju - 14. mars

hæ vinir!

14. mars 2025, klukkan 6:55, er tunglið fullt í 23° 56´ meyju. og þá er líka tunglmyrkvi!

 

þegar tunglið er fullt þá sjáum við markmið okkar í fullu ljósi. 

tunglmyrkvar hvetja okkur til að sleppa tökum á fortíðinni.

 

fulla tunglið er miðpunktur tunglmánaðarins. þá er tunglið í fullum ljóma og oft sjáum við allt skýrt, allt sem hefur gengið vel og það sem mætti betur fara. tunglið hefur náð fullum ljóma og byrjar nú að dvína. þá hefst ferli sem snýr að því að sleppa tökum þar til tunglið
verður nýtt að nýju.

nýja tunglið í fiskum setti tóninn fyrir mánuðinn. hvatti okkur til að treysta! treysta á eitthvað þó við sjáum það ekki. að rækta tengsl okkar við innsæi og allt það sem við getum ekki snert.

 

meyjan

meyjan vill lifa samkvæmt sjálfri sér. hún er hreinskilin og falslaus. upp á sitt besta er meyjan ávallt tilbúin að líta í eigin barm og gera betur.

meyjan hefur djúpan skilning á gildum sínum. þegar heimurinn í kring er í óreiðu og verður yfirþyrmandi þá getur meyjan leitað inn á við. hún lærir að treysta á sjálfa sig. hún hefur innri sannleik sem hún getur stólað á.

meyjan hefur gott auga fyrir smáatriðum. upp á sitt besta þá er hún fær um að sjá hluti sem aðrir taka ekki alltaf eftir og getur þannig bent á hvað má gera betur.

þessi hæfileiki til að skoða allt niður í kjölinn getur einnig orðið meyjunni að falli. hún getur orðið heltekin af þrá eftir fullkomnun, aldrei sátt við niðurstöðurnar. 

 

fullt tungl í meyju

munum fyrst að nýja tunglið í fiskum hvatti okkur til að sleppa tökum og treysta á innri sannfæringu. fylgja draumum okkar og hjartanu.

 

nú er fulla tunglið í meyju mætt til að jarðtengja okkur aðeins aftur..... meyjan hvetur okkur til að gleyma okkur ekki í draumum okkar. en líka til að taka raunveruleg skref í átt að draumum okkar. meyjan vill búa til rútinu, daglega vinnu sem kemur okkur nær markmiðum okkar. meyjan vill alltaf bæta sig. hún vill alltaf gera betur og leitar að fullkomnun...

það er ekkert til sem er fullkomið... gleymum því ekki.

meyjan vill líka að við séum trú okkar gildum. eru draumar okkar okkar draumar?

 

fulla tunglið í meyju hvetur okkur til að taka draumum okkar alvarlega. þetta er líka góður tími til að endurskilgreina hvaða markmið þú hefur. hver viltu að loka-útkoman sé? því það er alltaf einhver útkoma. þú mátt ákveða hvað það er fyrir þig! það þarf ekki að vera það sem samfélagið segir þér að það eigi að vera. þú þarft ekki að kaupa íbúð, giftast og eignast börn ef það er ekki það sem þú vilt í raun og veru.

tími til að sleppa tökum á fullkomnun! við þurfum ekki að vita hvert einasta skref sem við munum taka til að láta drauma okkar rætast. við þurfum bara að taka fyrsta skrefið. ef við getum sleppt tökum á því hvernig við viljum að hlutirnir gerist þá náum við að njóta þess þegar lífið kemur okkur á óvart.

 

tunglmyrkvi!!

ókei sko myrkvarnir eru mjög merkilegir. en þeir eru mun persónulegri en margur myndi halda. það er happ og glapp hvort að maður upplifi sólmyrkva/tunglmyrkva persónulega. það fer eftir því hvort myrkvarnir eru að hafa einhver áhrif á kort okkar.

sama hvort þessi tunglmyrkvi muni hafa gríðarleg áhrif á okkar persónulega líf eða ekki... þá gerir tunglmyrkvinn fulla tunglið dramatískara...

 

þessi tunglmyrkvi er tækifæri til þess að sleppa tökum á smáatriðum, of mikilli vinnu og yfirþyrmandi gagnrýni.

nú er tími til að sleppa tökum á gömlum venjum sem virka ekki lengur. fullkomið að losa sig við úreltar rútínur og skipulag sem hentar ekki. sleppa tökum á því hver útkoman verður. finna jafnvægi á milli drauma og daglegra athafna. fantasíu og praktík.

 

tunglmyrkvinn hvetur okkur til að sleppa tökum á fullkomnun á meðan við erum að skapa okkar rútínu í tengslum við að tengjast öllu sem er.....

 

vangaveltur fulla tunglsins

hvar þarf ég að sleppa tökum?

hverju er ég að reyna að stjórna?

hvað er raunverulega ekki í minni stjórn?

er ég með óraunhæfar væntingar til mín? en til annarra?

hvernig get ég leyft lífinu að flæða?

er ég að lifa samkvæmt mínum gildum??????

hvernig get ég fundið jafnvægi á milli drauma og raunveruleika?

 


Bloggfærslur 13. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband