fullt tungl í vog sætu mín love u

hæ vinir !!!

13. apríl 2025, klukkan 00:21, er tunglið fullt í 23° vog.

 

þegar tunglið er fullt þá sjáum við markmið okkar í fullu ljósi. 

fulla tunglið er miðpunktur tunglmánaðarins. þá er tunglið í fullum ljóma og oft sjáum við allt skýrt, allt sem hefur gengið vel og það sem mætti betur fara. tunglið hefur náð fullum ljóma og byrjar nú að dvína. þá hefst ferli sem snýr að því að sleppa tökum þar til tunglið verður nýtt að nýju.

 

nýja tunglið í hrúti setti tóninn fyrir mánuðinn. það hvatti okkur til að vera sjálfstæð og þora að eltast við það sem við þráum.

 

vogin

markmið vogarinnar er að finna jafnvægi. vogin vill sjá og skilja allar hliðar málsins. skilja tvo hluti koma saman, t.d. í samböndum. vogin lærir um sig í samhengi við aðra. hún lærir á jafnvægi í gegnum öfgar.

vogin er félagsvera sem vill vera partur af alls kyns samböndum. rómantískum, vina-, vinnu, hópa. upp á sitt besta er vogin diplómatísk, viðkunnanleg og sjarmerandi. gædd ákveðnum persónutöfrum.

vogin vill hafa allt og alla fína og góða. en það er ekki jafnvægi! skuggahlið vogarinnar er nefnilega meðvirkni beibííí.

upp á sitt besta er vogin þolinmóð og góð við fólkið í kringum sig án þess að leyfa öðrum að vaða yfir sig. hún þorir að standa upp fyrir sjálfri sér og hræðist ekki ágreining. hún áttar sig á því að það er ekki raunhæft að halda öllum góðum.

 

fullt tungl í vog

okei munum fyrst að nýja tunglið í hrúti hvatti okkur til að ganga á eftir því sem við viljum og þráum. að sýna hugrekki til þess að taka af skarið. 

fulla tunglið í vog er mætt til að hjálpa okkur að finna jafnvægi. vogin hvetur okkur til að finna ballansinn á milli þess að ganga eftir því sem við þráum og að pæla í því sem aðrir vilja.

vogin spyr hvort við séum að íhuga hvernig gjörðir okkar hafa áhrif á aðra. eða hvort við séum mögulega ekki að pæla í neinu öðru.

 

það er ákveðin kúnst að finna jafnvægi í þessu. jafnvægi á milli þess að hugsa um okkur og aðra. að geta sýnt hugrekki til að fylgja því sem VIÐ viljum og vera líka meðvituð um fólkið í kringum okkur. 

fulla tunglið í vog spyr hvernig samband okkar er við það núna? fórnum við okkar þörfum til að halda öðrum góðum? eða gerum við hvað sem er til þess að fá það sem við viljum? sama hvernig áhrif það hefur á fólkið í kringum okkur?

við erum á mismunandi stöðum og því er mismunandi hvort við þurfum að tileinka okkur meira sjálfstæði. hugrekki til þess að segja öðrum að fokka sér smá og við ætlum að gera það sem við þurfum að gera. 

eða hvort við þurfum að taka meira tillit til annarra. hætta að segja öllum að fokka sér hahahha. 

 

merkúríus og venus ganga áfram !!!!

merkúríus og venus eru ekki lengur að ganga aftur! meira flæði í samskiptum. fokk jáááá! kærkomið <3

munum að afturgöngur eru einskonar stöðufundir. nú er tími til að innleiða það sem við höfum lært. það er á okkar ábyrgð að breyta samskiptamynstrum okkar í samböndum. að biðja um það sem við þráum. setja mörk í samböndum okkar við fólk og peninga. mörk í samræmi við gildi okkar. 

skýrari hugmyndir um það sem við viljum! vonandi erum við búin að sleppa tökum á því sem við viljum ekki því nú er það fulla ferð áfram

 

merkúríus, venus, satúrnus og norðurnóða í samstöðu í fiskum

þessi samstaða er að spila mikið inní. fá okkur til að taka ábyrgð í samböndum og samskiptum. sem er kannski nýtt fyrir okkur. en það er bara það sem við þurfum að gera núna.

samstaðan í fiskum er að hvetja til að taka ábyrgð á nýjum samböndum, nýjum samskiptum og nýjum draumum. hvar sem það er í þínu korti. nýtt nýtt nýtt! en þú verður að taka ábyrgð á því ! það gerist ekkert ef þú gerir ekkert..... vibe... vinna fyrir því sem þú vilt fá.

ef þú sérð ekki hvernig þú getur tekið ábyrgð... eða hvernig e-ð er á þinni ábyrgð.. þá mun það líklegast (vonandi) skýrast á næstu dögum. þetta er ekki skýrasta fulla tungl lífs okkar....

samstaða þessi er að mynda quincunx við fulla tunglið.

quincunx er eins og blindur blettur. hvernig áttu að taka ábyrgð á því að biðja um það sem þú þráir og vilt án þess að setja allt í ójafnvægi... það gæti verið spurningin. eða þú gerir þér ekki grein fyrir því að ábyrgðin sé þín. 

sama hvað það er. þá er tunglið ekki lengi í þessari spennuafstöðu. en þess vegna segi ég að þetta sé ekki skýrasta fulla tungl lífs okkar. það skýrist allt (flest) á næstu dögum! 

 

vangaveltur fulla tunglsins:

hvernig get ég tekið ábyrgð á mérí samböndum mínum?

 

hvernig er samband mitt við þrár annarra?

 

vil ég sýna meira hugrekki?

 

þarf ég að setja mörk?

 

hvernig get ég beðið um það sem ég þrái?

 

get ég sýnt öðrum meira æðruleysi?

get ég sýnt mér meira æðruleysi?

 

hvernig upplifi ég ójafnvægi? get ég fundið leið til að finna ró í ójafnvæginu?

 

er heimsendir að einhverjum líki ekki vel við mig?

 

kossar og knús, love u, mbk,

astrólafía <3

logo f blog.is


Bloggfærslur 11. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband