hvað er stjörnuspeki?

hæ kæru vinir!!! 

 

ég ætla að kynna mig smá áður en ég byrja að tala og tala og tala!!

ég heiti ólafía sigurðardóttir. ég er 24 ára stjörnuspekingur. stjörnuspekin sem ég vinn með er þróunar-stjörnuspeki (e. evolutionary astrology). þar er hugmyndafræðin sú að fæðingarkort hvers og eins er einskonar kort af þróun sálarinnar. að orka plánetanna og merkjanna er orka sem við getum öll unnið með, frekar en eitthvað sem stjórnar okkur.

 

ég er því með bráðaofnæmi fyrir því þegar fólk afskrifar eitt merki sem slæmt og annað sem gott. það er ekkert slíkt til!! merkin eru mismunandi og það er ekki hægt að sjá hvernig neinn er eftir því einu hvert stjörnumerki viðkomandi er. við höfum öll frjálsan vilja til að spila með orkuna eins og við viljum. ég tala oft um að það sé hægt að spila merkin vel og illa. því merkin hafa öll kosti og galla. 

 

það er ekkert í kortum okkar sem er gott eða slæmt. það er samt ýmislegt sem getur verið krefjandi! en það er okkar að finna hvernig er best að vinna með þær áskoranir sem kortin okkar hafa. því tala ég um hvað pláneturnar eru að kenna okkur, því allt er að kenna okkur eitthvað. það er annað mál hvort við veljum að læra það eða forðast það. 

 

fyrir mér er stjörnuspeki ótrúlega falleg og skemmtileg leið til að kynnast sér betur. og að skilja ýmsar krefjandi aðstæður og breytingar sem eiga sér stað í lífum okkar. og málið er... í rauninni skiptir ekki máli hver ykkar skoðun á stjörnuspeki er. hvort þið ´trúið´ á hana eða ekki. fyrir mér er þetta ekki einu sinni trú, þetta eru bara staðreyndir. og eftir því sem ég læri meira og kafa dýpra inn í heim stjörnuspekarinnar þá verður það bara skýrara fyrir mér. 

 

flestir vita í hvaða stjörnumerki sólin þeirra er. en það er svo lítið brot af sögunni. sólin er reyndar eitt af því mikilvægasta í stjörnukortum okkar en það er svo mikið meira í gangi. sólin fellur t.d. í eitt af 12. húsum stjörnukortsins. tunglið og allar hinar pláneturnar gera slíkt hið sama. eru í einhverju merki og í einhverju húsi. svo spila orkur pláneturnar líka saman á mismunandi máta. þetta er endalaust sem hægt er að skoða endalaust!!!!! sem er svo gaman!! ég dýrka þetta! 

 

allavega! mig langar til að gera stjörnuspekina mannlega á íslensku. hjálpa fólki að skilja orkuna og hafa smá gaman af því! þetta er nefnilega svo ótrúlega skemmtilegt!!! ég vil líka bara hjálpa fólki að lifa sínu fallegasta og besta lífi. finna sína köllun í lífinu og fylgja henni 100%! 

 

meira um það síðar... langaði bara að kynna mig og mína hugmyndafræði örlítið!

love you guys!!!

 

með hjartans kveðju,

astrólafía<3

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband