manifesto

hæ vinir<3

 

eins og þið hafið eflaust séð.... og heyrt... þá finnst mér stjörnuspeki ótrúlega mögnuð! þetta er alveg hreint stórfenglegt tól til að skilja okkur sjálf betur. sem og fólkið í kringum okkur. og heiminn allan. stjörnuspekin er alls staðar. erkitýpur merkjanna tólf eru alls staðar í kringum okkur. í öllu. ég dýrka þetta dæmi. stjörnuspekin er mér allt. líður eins og ég sé að fá knús á öllum stundum frá stjörnuspeki. ég elska þetta.

 

allavega

 

þetta er ekki einungis ástaróður til stjörnuspekinnar. ég vil deila með ykkur hugmyndum mínum um stjörnuspeki. þ.e. hvernig ég vil nýta hana. hvers vegna er ég svona heilluð að þessu? hver eru mín gildi í tengslum við stjörnuspekina? það skal ég svo sannarlega segja ykkur!

 

fyrir hvað stendur astrólafía?

astrólafía stendur fyrst og fremst fyrir frelsi!!!!! ég vil persónulega vera frjáls (vatnsberi lol) til að lifa mínu lífi nákvæmlega eins og mig langar. þegar ég fór á stjörnuspeki ráðstefnu 2024 þá komst ég í snertingu við alsæluna sem því fylgir að ég lifi mínu lífi - fyrir mig! og vááhvað ég vona að öll geti fundið sömu tilfinningu! 

 

það sem gefur astrólafíu tilgang/merkingu er annað fólk. það sem gefur mér tilgang er að hjálpa öðrum að finna sinn tilgang. að veita öðrum hugrekki og frelsi til þess að elta sína drauma og nýta sitt stjörnukort til að fá sem mest út úr lífinu.

 

ég vil fyrst og fremst nýta stjörnuspekina sem tól til að hjálpa fólki að skilja sig og skilja aðra. stjörnuspeki gefur einstaklingnum leyfi til að vera eins og hann er. ég vil hjálpa fólki að finna hvað það vill nýta sína orku í. hjálpa fólki að finna sína sérstöðu, hvað er það sem gerir hvern og einn einstakann. og hvernig getum við notað það til að skapa það líf sem við þráum.

 

mig dreymir um heim þar sem allir fá frelsi til þess að vera eins og þau eru. fjölbreytileikinn er ríkjandi. því við erum öll einstök. það er bókstaflega enginn eins. og það er svo frábært!!! þegar við skiljum hvað það er sem drífur okkur áfram og gefum okkur frelsi til að heiðra það. þá fylgir því oft aukið umburðarlindi fyrir náunganum. 

 

astrólafía stendur fyrir ástríðu, frelsi og hugrekki! (ef ég ætti að velja þrjú gildisorð fyrir astrólafíu þá væru það þessi þrjú)

 

hvað vill astrólafía skilja eftir?

það sem ég vil að astrólafía skilji eftir er að enn fleiri en áður eru að gera sitt! að fólk skilji sjálft sig betur og gefi sér leyfi til að lifa sínu lífi. og veiti þannig öðrum rými til þess sama.

 

fyrst og fremst vil ég skilja eftir hamingjusamara fólk. með heilbrigð tól til að takast á við lífið eins og þeim hentar best. 

 

arfleiðin sem ég vil skilja eftir er að stjörnuspekin verði rædd á íslensku á íslandi. við eigum ótrúlega fallegt tungumál sem er sífellt að þróast og ég vil gera allt í mínu valdi til að viðhalda íslensku tungunni eins lengi og hægt er. ég vil einnig að fleiri læri stjörnuspeki á íslensku svo ég geti rætt stjörnuspeki á íslensku! plís allir að læra þetta er svo gaman ég gæti grátið.

  

ég vil skilja eftir mig enn stærri hóp af fólki sem skilur að ekkert eitt merki er betra en annað. stjörnumerkin tólf eru öll með mismunandi markmið og áherslur. þegar við skiljum það þá skiljum við fegurðina í því að fólk sé að gera sitt. 

 

ég vil gefa fólki hugrekki til að lifa lífinu sem þeim dreymir um. hugrekki til að standa upp úr hópnum og fylgja sínu. ekki fylgja bara því sem samfélagið segir þér. það að þora og dirfast til að setja sig fyrst!

 

astrólafía vill skilja eftir sig heilan heim af fólki sem lifir lífinu sínu!!! að lifa lífinu með tilgangi. lifa ekki heilalaust. lifa í líkamanum, í núinu. lifa þessu gaddem lífi. þetta lifir sig ekki sjálft!!!!!!!

 

með hjartans kveðju,

astrólafía <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband