nýtt tungl í fiskum (og upphaf myrkvatíðar) ----- 28. febrúar 2025

hæ vinir! 

28. febrúar 2025, klukkan 00:44 þá er nýtt tungl í 9° 40´ fiskum. 

 

nýja tunglið í fiskum hvetur okkur til að sleppa tökum og treysta á eitthvað æðra.

 

ný tungl eru tími til að setja sér ný markmið

nýja tunglið er táknrænt fyrir nýtt upphaf. þegar tunglið er nýtt er tunglið ekki sjáanlegt frá jörðu. tómarúmið á himninum verður þá táknrænt fyrir rými til að setja sér skýr áform. sem geta vaxið samhliða tunglinu þegar það birtist okkur aftur hægt og rólega. áformin ná síðan hámarki sínu þegar tunglið verður fullt.

 

 

þegar tunglið er nýtt hefst nýr tunglmánuður. þá er gott að setja sér markmið og ákveða hvert maður vill setja stefnuna næsta tunglmánuð. hver tunglmánuður hefur sitt þema sem gott er að hafa í huga.

 

fiskarnir

fiskarnir eru andlegt og draumkennt vatnsmerki, undir stjórn neptúnusar. þeir þrá að upplifa sameiningu. þeir vilja vera fyrir utan egóið og sameinast lífinu öllu. orka fiskanna snýst um að lifa samkvæmt tilfinningum sínum. markmið þeirra er að öðlast andlegan frið. tákna sameiginlega undirmeðvitund. 

 

fiskarnir eru tengdir öllu því sem við skiljum ekki. draumar. fantasíur. andi. fiskarnir eru tengdir öllu. fyndið líka að ég kýs að segja fiskarnir en ekki fiskurinn.. fiskarnir eru bara svo mikið allt sem til er. en það er ekkert rétt eða rangt í því, fiskarnir, fiskurinn. bæði betra í rauninni. aaaallavega.

 

fiskarnir eru síðasta merki dýrahringsins og þeir hafa smá af öllum hinum merkjunum í sér. fiskarnir eru breytilegt vatnsmerki. þeir eru svoldið eins og suðupunktur af öllu sem til er. þetta markaleysi getur verið svoldið krefjandi. sérstaklega á jörðinni. orka fiskanna og neptúnusar er ekki úr þessum heimi nefnilega. 

 

nýtt tungl í fiskum

nýja tunglið í fiskum hvetur okkur til að sleppa tökum og treysta á eitthvað æðra.

 

fiskarnir vilja lifa í hjartanu og tengjast innsæinu algjörlega. þeir snúast um að treysta á eitthvað æðra egóinu og huganum. treysta því að innsæi þitt leiði þig ávallt í rétta átt. 

 

þetta er tilvalinn tími til að dýpka samband okkar við andlegu hlið okkar. hvað sem það þýðir fyrir okkur. hvort sem það það er að hugleiða á hverjum degi. skrifa. jóga. mála. hvað sem það er sem tengir okkur við eitthvað æðra - fyrir utan okkur sjálf eða í okkur. (innsæi)

 

orka fiskanna getur verið markalaus..... (því þeir vilja tengjast öllu)(muniði) en þetta er ekki tími til að dreyma draumum annarra. (hvenær er tími til að dreyma draumum annarra?)(aldrei ef þú spyrð mig) aaallavega.

 

á þessum tíma getur verið mjög skýrt eða mjög óskýrt hvað það er sem þú vilt virkilega gera. sama hvað þá er þetta einmitt tími til að skoða nákvæmlega það. að sleppa tökum á því sem þú átt að vilja. og kafa dýpra. finna það sem er undir. hvað er það sem býr innra með þér? hvaða draumar eru þarna? að bíða eftir því að þú loksins finnir þá og fylgir þeim.

 

hvað dreymir þig um? hver eru þín gildi? hvað er hjarta þitt að segja þér? Líttu inn á við og skoðaðu hvað það er sem þú vilt og þráir. samkvæmt þér! ekki samkvæmt samfélaginu, maka, vinum, fjölskyldu eða neinum!! bara samkvæmt þér. þetta er þitt líf elsku hjartans gullið mitt. það getur enginn lifað því eins og þú vilt nema þú!

 

fiskarnir eru tengdir undirmeðvitundinni. draumar, tilfinningar og þrár sem þú vissir ekki að byggju innra með þér gætu komið sterkar fram núna. þú gætir tekið skref í átt að einhverju án þess að átta þig á hvers vegna. þú laðast að einhverju en þú skilur ekki af hverju. nú er tími til að treysta.

 

ef þú ert ekki með sterka tilfinningu um hvað er rétt og rangt fyrir þig. þá er þetta góður tími til að tileinka þér hugleiðslu eða einhverja leið til að fara inn á við og þekkja þínar tilfinningar. þitt já og þitt nei!

svo að seinna þegar þú laðast að einhverju en skilur ekki endilega af hverju – þá veistu að þú getir treyst því. í stað þess að hræðast það. að geta treyst á innri sannfæringu sína er svo ótrúlega dýrmætt!

 

vangaveltur nýja tunglsins í fiskum:

hvaða tilfinningar eru að koma upp hjá þér núna?

 

hvernig eru mörk þín við tilfinningar annarra?

 

hvernig viltu sinna sköpunargáfunni og viðkvæmninni?

 

er eitthvað í þínu lífi sem þú vilt klára endanlega í þessari myrkva-tíð? Trú, hugmyndir eða mynstur sem þú vilt klára og loka endanlega?

 

hvað dreymir þig um?

 

hvernig geturðu gert drauma þína að veruleika?

 

hvernig eru þín tengsl við undirmeðvitund þína?

 

hvað er innsæi þitt að segja þér núna?

 

upphaf myrkvatíð

væri þetta ekki clickbait ef ég myndi svo ekkert tala um að þetta sé upphaf fyrstu myrkva-tíðar ársins? ég ætla að tala um það!! engar áhyggjur kæru vinir.

 

sko. til að útskýra myrkvana aðeins. þá eru sól/tunglmyrkvar alltaf þegar sólin er nálægt annað hvort suðurnóðunni eða norðurnóðunni. það er talað um að þegar sólin er 18° frá annarri nóðunni þá hefjist myrkvatíðin. eða myrkvagátt eins og sumir segja á ensku. 

 

þegar tunglið er nýtt núna 28. feb þá er sólin 18 gráðum frá norðurnóðunni. sumir gætu því vilja flokka þetta tungl sem tunglmyrkva.... ég er persónulega ekki alveg þar því þetta er svo langt í burtu. en hver veit kannski finnur einhver áhrifin!

 

það er nefnilega hitt með þessa myrkva. það eru alltaf amk 4 á ári. tvö pör. en það er alls ekki víst að maður finni fyrir þeim... eða í rauninni þá er frekar hæpið að einhver finni fyrir öllum myrkvum sem verða. 

 

hins vegar!

 

ef myrkvarnir mynda afstöður við plánetur/punkta í þínu persónulega korti þá muntu svo sannarlega finna fyrir þeim! myrkvarnir eru ótrúlega áhugaverð fyrirbæri, sem ég hef ekki gruggað alltof mikið í persónulega. verð að viðurkenna það! en þeir myrkvar sem hafa áhrif á okkur persónulega eru mjög greinilega að hvetja okkur til að breyta til. oft getur eitthvað gerst sem við ráðum ekki við. og þá neyðumst við til að breyta til og halda áfram. myrkvarnir vilja nefnilega ekki að við stöðnum eða förum aftur í eitthvað gamallt sem virkaði ekki fyrir okkur.

 

svo er líka áhugavert að myrkvarnir geta haft áhrif í 2 ár! en það er alveg mismunandi. eitthvað getur komið í ljós í sólmyrkva eða tunglmyrkva en svo dragast áhrifin á langinn. mjög áhugavert. oft er það amk ekki fyrr en 4 mánuðum seinna sem maður skilur afhverju þetta sem gerðist á myrkvanum gerðist. 

 

en já meira um þessa myrkva næst! næsta fulla tungl er nefnilega líka tunglmyrkvi í meyju! (tunglið í meyju)(sólin í fiskum). 

 

já omg bíddu það var það sem ég ætlaði að segja. þetta er upphaf fyrstu myrkvatíðarinnar vegna þess að sólin er nógu nálægt norðurnóðunni en líka því að þetta er nýja tunglið sem setur tóninn fyrir mánuðinn ooooog fyrir fulla tunglið sem er tunglmyrkvinn. okei bæng nú er ég búin

 

með hjartans kveðju,

astrólafía <3


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband