4.3.2025 | 12:07
venus gengur aftur (1. mars - 14. apríl 2025)
jæja vinir!
þá hefur venus hafið eftirgöngu sína! eða hóf hana reyndar 1. mars. og klárar 14. apríl.
ég sé afturgöngur plánetanna sem stöðufundi. plánetan boðar okkur á fund og fer yfir líðandi stundir. en hvað vill venus taka fyrir á þessum fundi?
smá almennt um venus áður en lengra er haldið
venus er í 14 mánuði að klára heilan hring. hún gengur aftur einu sinni á 18 mánaða fresti. í sirka 40 daga.
venus er pláneta ástar. venus er pláneta sambanda, öryggis, tengsla, þæginda og friðar. hún vill samræma.
venus stjórnar bæði voginni og nautinu.
nauta-hlið venusar snýst um persónuleg gildi. það er sá partur af okkur sem vill vernda sig og sitt til að geta lifað sjálfbæru lífi. vill geta gert hlutina sjálft. nautið vill líka njóta. slappa af og njóta. njóta matar, lykta, snertingar, listar, ástar.
vogar-hlið venusar er ræktari sambanda. það er sá partur af okkur sem þiggur og tekur á móti. hlustar á aðrar hliðar. venus segir okkur því einnig hverju við löðumst að - og afhverju. hvernig við sameinumst öðrum í samböndum og hverju við búumst við á móti.
aðalorð venusar eru: ást, öryggi, fegurð, jafnvægi.
venus í hrúti (frá 4. feb)
venus í hrúti hefur orku þess að vita hvað hún vill. hún (venus) veit hvað henni þykir fallegt, hvað hún vill borða, hvernig hún vill hafa rýmið sitt skreytt og hvernig sambönd henni langar í.
venus í hrúti snýst að miklu leiti um sjálfs-ást og það að vera fjárhagslega sjálfbjarga.
það er gott að hafa á bakvið eyrað að orka venusar í hrúti getur líka verið smááá eigingjörn. ef þú ætlar þér að fá það sem þú vilt sama hvað.... það gæti verið óvinsælt.... allt gott í hófi fattiði.
þá sérstaklega í samböndum. þú veist kannski nákvæmlega hvernig sambönd þú vilt. hvernig þú vilt að maki þinn sé. eða vinir. en þú getur ekki ráðið öllu í samböndum þínum. það er bókstaflega ekki hægt að vera einn í sambandi. fattiði hvað ég meina. auðvitað er gott að vita hvað þú vilt og vilt ekki. en hafið á bakvið eyrað hvernig þið komið því til skila. og ert þú á þeim stað að geta gefið öðrum það sem þú vilt fá frá þeim?
venus að ganga aftur (í hrúti)(1. mars)
þegar venus gengur aftur. þá er venus að boða þig á stöðufund. venus hefur afturgöngu sína í hrúti. þá er líkt og venus sé að bjóða þér á fund til að skoða stöðu mála. hvað er það sem þú vilt. hvernig sambönd eru það sem þú vilt skapa og vera partur af? hvernig viltu hafa rýmið í kringum þig? hvernig viltu haga fjármálum þínum?
allt eru spurningar sem gætu komið upp á stöðufundi venusar í hrúti. afturgöngur hvetja okkur til að horfa til baka og skoða hvað við höfum lært, hvað hefur gengið vel og hvað viljum við bæta þegar áfram er haldið.
venus fer aftur yfir í fiska (27. mars)
nú breytist stemningin örlítið. þegar venus færir sig úr hrúti og aftur yfir í fiska þá koma upp fleiri spurningar á stöðufundinum. nú er orkan meira tengd fyrirgefningu, samkennd og uppgjöf.
venus er að fara aftur á þann stað sem hún var í lok janúar. er eitthvað sem átti sér stað frá 27. jan - 4. feb sem þú þarft að endurskoða? sérstakur atburður sem þú vilt sleppa tökum á? mögulega samtal sem þú myndir tækla öðruvísi í dag?
það getur verið ýmislegt. og kannski er ekkert sérstakt sem átti sér stað á þessum dögum. en var hugur þinn við eitthvað ákveðið þarna? reyndu að rifja það upp. það gæti gefið þér mikla innsýn í það hvað þessi stöðufundur snýst um.
afturganga venusar í fiska hvetur okkur til að sleppa tökum á því gamla. hvort sem það eru gömul sambönd, gamlar hugmyndir, gamlir ávanar. við fáum annað tækifæri til að horfast í augu við það og sleppa því endanlega. það getur verið mjög krefjandi.
venus snýr fram á ný (14. apríl)
þegar venus snýr fram á ný þá er fundi slitið. hér færð þú tækifæri til að nýta það sem þú lærðir á stöðufundinum eins og þú kýst. til dæmis með því að sleppa tökum á einhverju gömlu. eða fyrirgefa þér/aðstæðum fyrir að fara ekki eins og þú hefðir kosið. og loks að halda áfram!
venus fer í hrút (1. maí)
ef við náðum að nýta okkur orku afturgöngunnar til að sleppa tökum þá er venus í hrút frábær tími til að gera það sem þú vilt! það er ekki ólíklegt að þú sért með enn skýrari markmið, gildi og í meira jafnvægi núna en í byrjun febrúar (þegar venus fór yfir í hrút fyrr á árinu). ég segi bara fulla ferð áfram. fylgdu þínu hjarta!!!!!
(en höfum annað fólk samt alveg á bakvið eyrað muniði)(mikilvægt að finna jafnvægi í ég, um mig, frá mér, til mín...)(fattiði)
afturgöngu venus
ég myndi ekki láta mér bregða ef á þessum tíma þá ertu að hugsa um fyrrverandi. hvort sem það er fyrrverandi maki eða fyrrum vinir. eða bæði.
venus hvetur okkur til að líta til baka. skoða sambönd okkar. hvað höfum við lært. ef við erum að hugsa extra mikið um einhvern sérstakan þá er gott að skoða hvað það er. hvað gekk vel þar? hvað gekk illa? hvers vegna endaði það? myndirðu tækla þetta samband öðruvísi með þá visku sem þú hefur nú?
þú þarft btw alls ekki að vilja tala aftur við viðkomandi! það er ekki alltaf partur af þessu. stundum er nóg að átta sig á því hvað ákveðin sambönd voru að kenna okkur. ef þetta er samband sem þú villt ekki endurtaka - ertu búin að læra það sem þú þurftir að læra?
svo gætirðu fundið fyrir löngun til að heyra aftur í fyrrverandi. eða fyrrverandi heyrir í þér. nú get ég alls ekki sagt þér hvað þú átt að gera. kannski viltu prófa aftur. kannski ekki. kannski er eitthvað óklárað. kannski ertu alveg búin að loka. ég veit ekki. þú verður að finna það hjá þér.
ef ég ætti að gefa þér ráð... þá myndi ég ekkert vera að flýta mér. sérstaklega ef það ert þú sem vilt senda skilaboðin. sofðu á því. skrifaðu um það. skrifaðu skilaboðin niður og geymdu þau aðeins. það liggur oftast ekkert á. ég myndi amk sofa á þessu eina nótt.
gott að nýta orkuna frekar í að skoða hvað það er sem þú raunverulega vilt í sambandi. hvort þú raunverulega viljir fyrrverandi t.d.... hlutirnir enda sjaldan að ástæðulausu.
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning