27.3.2025 | 10:40
nýtt tungl í hrúti (og sólmyrkvi) - 29. mars
hæ vinir
29. mars 2025, klukkan 10:58, er tunglið nýtt í 9° 00´ hrúti. og þá er líka sólmyrkvi!
(deildarmyrkvi sem verður sjáanlegur á íslandi!)(ef veður leyfir)(frá svona 10:00-12:00 29. mars)
hrúturinn!
hrúturinn er hvatvíst merki. hann er fyrstur og snýst þetta nýja tungl því mikið um nýtt uppphaf!!!!!!! FOK K JÁÁÁ´ÁÁ´ég er svoooooooooooooooooo til í það omggggg. nei þið mynduð ekki trúa hvað ég er ótrúlega spennt fyrir því.
ahahahahhaha
hrúturinn er að hvetja okkur til að taka á skarið. hefjast handa. ef það er eitthvað sem hrúturinn veit þá er það ef enginn gerir neitt þá gerist ekkert.
upp á sitt besta er hrúturinn djarfur og þorinn. hann vill lifa sínu lífi fyrir sig. við heiðrum orku hrútsins þegar við þorum að stíga út í heiminn sem VIÐ. hrúturinn þarf áskoranir. hann fer út í hið óþekkta til að ögra sér. vill vita hvað hann kemst langt. vill vita að hann getur gert hvað sem er.
skuggahlið hrútsins er óþolinmæði og reiði... að vera ófær um að taka ábyrgð á gjörðum sínum og heltekin af eigin sjónarhorni. til að jafna út þessa orku lítum við til vogarinnar. sem hjálpar okkur að finna samkennd og íhuga hvernig gjörðir okkar hafa áhrif á aðra.
nýtt tungl í hrúti
þetta er tími nýrra upphafa og hrúturinn er mjög hvatvís! hins vegar þá er afturgöngu-orka venusar og merkúríusar að hvetja okkur til að flýta okkur hægt. ég myndi nú alls ekki fara að hræðast ný upphöf..... en það þarf ekki heldur að flýta sér. bara segja.
hrúturinn verndar og vill vera hetja. þá setur hann hornin fyrir framan sig og hleypur af stað. upp á sitt besta hefur hrúturinn eitthvað til að vernda. hann þarf að finna eitthvað til að tileinka sér. koma eldinum frá sér. annars mun hann bara vernda egóið..... og þá mun hann svo innilega vernda það, passa að EKKERT komist að.
nýja tunglið í hrúti er að hvetja okkur til að vera djörf og þorin. hvaða (meðvituðu) áhættu getum við tekið núna? hvar þráum við áskoranir. (gott að skoða í hvaða húsi nýja tunglið lendir)(skal útskýra það betur)(einn daginn)
sólmyrkvi!
ok sko sólmyrkvinn er bara að hvetja til nýs upphafs. þessi myrkvi er tengdur norðurnóðunni og hvetur orkan okkur til að vera opin fyrir nýju upphafi. að hleypa nýrri orku inn. orku sem við höfum ekki fundið áður. þessi myrkvi er líka virkur og tengdur sjálfinu.
tunglmyrkvinn (og fulla tunglið í meyju) hvatti okkur til að sleppa tökum á smáatriðum, of mikilli vinnu og yfirþyrmandi gagnrýni.
orkan hvetur okkur til að nýta okkur hvatvísi hrútsins, að taka á skarið án þess að vera með öll smáatriðin á hreinu. öll erum við mannleg og öll gerum við mistök, sama hvað við reynum. fleira veit sá er fleira reynir!!! FRR
gætum gert nýjar breytingar í tengslum við hvernig við komum fram sem við sjálf. finnum nýja leiðir til að fá útrás. eða eitthvað í þeim dúr. kannski förum við að æfa eitthvað nýtt. kannski hættum við loksins að fela okkur. við sættum okkur við að vera ekki fullkominn. við erum nefnilega öll mannleg. það á það til að gleymast!!!!!! við gerum öll mistök. lífið snýst um að gera mistök og læra af þeim!!
þessi sólmyrkvi hvetur okkur til þess að hætta að ofhugsa!!!!!
veit að persónulega finn ég strax hvatningu til að rífa mig svoldið í gang. borða betri mat til að hafa meiri orku. og ég er með plön að breyta hvernig ég birtist á netinu..... bara dæmi.... það er nefnilega alls ekkert ólíklegt að við finnum þessa orku þó svo að það eru enn nokkrir dagar í nýja tunglið og sólmyrkvann.
bæði því orka nýs/fulls tungls finnst oft 3 dögum fyrir og eftir. ooog því við erum búin að vera í þessari blessuðu myrkvatíð í svoldinn tíma. en bráðum klárast hún gullin mín. og þá rísum við úr öskunni.
vangaveltur nýja tunglsins!
hvaða meðvituðu áhættu get ég tekið núna?
hvað vil ég gera?
hvar þrái ég áskorun?
hvað vil ég prófa nýtt? hvað hef ég ekki þorað að gera en þrái gera???????
hvort ætla ég að sjá eftir því að hafa ekki prófað eða sjá eftir því að prófa?
hvaða hræðsla hefur verið að halda aftur af mér?
hvernig get ég sleppt tökum á þeirri hræðslu?
hverju vil ég berjast fyrir?
með hjartans kveðju,
astrólafía <3
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning